top of page

Algengar spurningar 

Hvers vegna er óskað eftir bakgrunnsupplýsingum?

Þegar þú hefur skráð þig í viðhorfahóp Tölvísis - Ráðhússins ráðgjafar er þér boðið að fylla út upplýsingar sem eiga við um þig. Vinsamlega svaraðu þeim spurningum sem þér birtast því þær eru notaðar til greininga og geta flýtt fyrir svörum þínum.  Tekið skal fram að þú þarft ekki að fylla inn allar upplýsingar um þig. En með meiri upplýsingum aukast líkur á að þér berist kannanir sem henta þér.


Hvað fæ ég greitt fyrir að svara könnun?

Þú færð greitt fyrir að viðra skoðanir þínar. Greiðslur fyrir kannanir fara eftir lengd þeirra. Eftir því sem kannanir verða lengri því hærri greiðslur eru í boði. Upphæðin er yfirleitt á bilinu 0,20 EUR og 1,80 EUR fyrir hverja könnun sem er svarað að fullu.

 

Hvenær og hvernig get ég leyst út þóknun mína?

Um leið og safnast hafa 10 EUR fyrir þátttöku þína í könnunum, geturðu millifært upphæðina á PayPal reikning þinn. Heimsæktu vefsíðuna PayPal.is og fáðu nánari upplýsingar um PayPal, en íslenskar leiðbeiningar um hvernig þú stofnar PayPal reikning eru hér á vefsíðunni okkar. Það er sáraeinfalt að leysa út féð sem þú ávinnur þér hjá Cint AB.

 

Hvernig fæ ég boð í könnun?

Þegar könnun er tiltæk og hentar þér miðað við bakgrunnsupplýsingarnar (t.d. kyn, aldur, búseta) færðu tölvupóst frá okkur. Þar er þér boðið að taka þátt í könnuninni en einnig kemur þar fram hve margar mínútur geti tekið að svara henni og hvaða upphæð er í boði fyrir að ljúka henni.

Afskráning?

Hægt er að afskrá sig úr viðhorfahópnum hvenær sem er. Til að afskrá sig og eyða öllum bakgrunnsupplýsingum um sig getur þú annað hvort farið inn í þína notendasíðu og velur „Uppfæra upplýsingaskrá“ og þar velurðu að „Loka reikning“ eða þú getur sent okkur tölvupóst á tolvisi@radhusid.is og beðið um að afskrá þig og við sendum til baka staðfestingu um afskráningu.

Hvar næ ég í appið?

Þú getur nælt þér í appið á heimasíðu Opinion app með því að smella  Hér eða leita að Opinion app á App store/ Google Play

Hvernig opna ég PayPal reikning?

Skref 1: Farðu inn á www.paypal.com og smelltu á „Sign up“ hnappinn í efra hægra horni.

Skref 2: Veldu „Personal account“ og smelltu á „Continue“.
Skref 3: Veldu land („Iceland“ ætti að vera sjálfvalið), skráðu tölvupóstfangið þitt og veldu þér lykilorð (í fjórða og síðasta reitinum þarftu að endurtaka lykilorðið sem þú valdir). Smelltu á „Continue“ .

Skref 4: Fylltu inn þær upplýsingar sem beðið er um og hakaðu í kassann neðst fyrir ofan „Agree and continue“ hnappinn
(eftir að þú hefur lesið skilmálana).
Smelltu á staðfestingarhnappinn og haltu áfram yfir á næstu síðu.

Skref 5: Skráðu kortanúmer, gildistíma kortsins og öryggisnúmer (CSC) og smelltu á „Add Card“.

Skref 6: Farðu inn í tölvupóstinn þinn, þú ættir að hafa fengið sendan staðfestingarpóst frá PayPal. Smelltu á „Activate“ hnappinn. Þá mun opnast nýr gluggi/flipi þar sem þú þarft að skrá lykilorðið sem þú valdir. Nú ertu komin/-n inn á þitt svæði.

Aukaskref: Þú getur, ef þú vilt, tengt PayPal við bankareikning og þannig greitt fyrir vörur eða millifært greiðslur sem þú færð fyrir kannanir frá PayPal yfir á bankareikninginn þinn.

bottom of page