top of page

Um Tölvísi og
Ráðhúsið ráðgjöf ehf

Tölvísi og Ráðhúsið ráðgjöf hófu fyrir skömmu samstarf um framkvæmd viðhorfs- og skoðanakannana bæði hér á landi og erlendis.Við erum stöðugt að byggja upp góðan og marktækan hóp fólks sem við spyrjum um skoðanir og viðhorf. Við erum hluti af alþjóðlegu umsjónarkerfi viðhorfahópa sem nefnist Cint AB með höfuðstöðvar í Stokkhólmi.

Cint hefur umsjón með meir en 1.500 viðhorfahópum í meira en 65 löndum. Ísland er þar á meðal.

Þátttakendur í viðhorfahópnum fá greitt fyrir að svara könnunum að fullu. Greiðslum er safnað saman með reglubundnum hætti og ýmist er hægt að leggja féð inn á eigin PayPal reikning eða láta það renna til góðgerðamála, íþróttahópa, björgunarsveita, eða til annarra góðra tilgreindra málefna óski þátttakendur þess.

 

bottom of page